Fleiri Marel og Össur með vísifjármagni

Risastórar fréttir bárust í haust úr íslensku nýsköpunar- og fyrirtækjaumhverfi. Fjögur íslensk fyrirtæki og eitt danskt með íslenskan stofnanda tilkynntu ánægjulegar fréttir. Fyrirtækið GRID, tryggði sér 1,6 milljarð króna í fjármögnun. Kerecis tryggði sér um 3 milljarða króna fjármögnun. Fyrirtækið Avo tryggði sér 420 milljónir króna í fjármögnun. Öll þrjú fengu fjármagn að stærstum hluta frá erlendum fjárfestum. Unity, danskt að uppruna, með Davíð Helgason í fararbroddi, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði fyrirtækisins er a.m.k. 750 milljarðar króna. CarbFix tilkynnti að það hefði gert samstarfssamning við fyrirtækið Climeworks um að fjarlæga 4.000 tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári.

Hugvitsdrifin fyrirtæki en ekki auðlindadrifin

Þegar rætt er um nýsköpunarumhverfið á Íslandi er því gjarnan velt upp af hverju fleiri sambærileg fyrirtæki og Marel og Össur hafa ekki orðið til á Íslandi. „Við þurfum fleiri Marel og Össur“ er mantra sem klifað er á, því virðið sem fyrirtækin hafa skapað í formi þekkingar, rannsókna og fjármagns eru fordæmalaus í íslenskri samtíðarsögu. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar í innviðunum til þess að fleiri sterk hugvitsdrifin fyrirtæki verði til.

Menntakerfið þarf að stuðla að því að til verði þekking sem kemur að gagni. Stuðningur við ung fyrirtæki og frumkvöðla þarf að vera til staðar á ólíkum stigum. Hið opinbera þarf jafnframt að hafa skýra stefnu um hvað og hvernig skuli styðja við nýsköpun. Allt eru þetta þættir sem eru prýðilegir í dag í alþjóðlegum samanburði. Flestir skilja virðið í því að skapa fleiri hugvitsdrifin fyrirtæki en auðlindardrifin, því hugvitið á sér engin takmörk, annað en auðlindir lands og sjávar. Hugvitsdrifin fyrirtæki byggja þó mörg hver nýsköpun sína í upphafi í kringum stórar greinar sem fyrir eru, t.d. Marel í kringum íslenskan sjávarútveg.

Árangur krefst fjármagns og úthalds

Stofnun og vöxtur fyrirtækja gerist ekki með hugvitinu einu saman. Til þess þarf líka heilbrigða blöndu af umtalsverðu fjármagni og tíma. Árangur Marels, Össurar og CCP byggja augljóslega á hugviti. Viðlíka árangur hefði hins vegar aldrei orðið að veruleika nema að fjármagnseigendur hefðu séð möguleikana og fjárfest í fyrirtækjunum. Góðir fjárfestar og hluthafar styðja við og leiðbeina stjórnendum. Þar sem fjárfesting í ungum fyrirtækjum er áhættusöm, skiptir máli að þekkja vel til þess að vinna með frumkvöðlafyrirtækjum. Jafnframt er mikilvægt fyrir vísisjóði að móta sér skýra fjárfestingastefnu og víkja sem allra minnst frá henni. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áhættunni með því að fjárfesta í mörgum fyrirtækjum, því stór hluti þeirra mun leggja upp laupana. Mikilvægast er þó að þau sem gera það ekki og dafna skila heildarfjárfestingunni margfalt til baka. Vísisjóðir  (e. venture capital funds) eru slíkir fjárfestar.

Mikilvægi vísisjóða

Rekstur vísisjóða á Íslandi á sér ekki langa sögu. Fram til ársins 2015 voru sjóðirnir fáir og stopulir. Í dag eru fimm vísisjóðir starfandi á Íslandi. Óhætt er að segja að stofnun þeirra hafi verið stórt þroskaskref fyrir bæði fjárfesta og fyrirtæki. Samkvæmt mínum heimildum eru fleiri nýir sjóðir í farvatninu.

Langstærstu fjármagnseigendurnir í vísisjóðunum á Íslandi, að NSA undanskildum, eru íslenskir lífeyrissjóðir. Skiljanlega. Þeirra fjárfestingu skal ekki taka sem sjálfsagðri og fyrir framsýni sína eiga þeir skilið hrós. Líkast til hefur það sjaldan verið mikilvægara að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í vísisjóðum en nú. Fjöldi frambærilegra hugvitsdrifinna fyrirtækja fer vaxandi, ekki bara á Íslandi, heldur alls staðar í kringum okkur. Vísisjóðir hafa ólíka sýn og nálgun á mismunandi geira og sá fjölbreytileiki er nauðsynlegur til að ná árangri og lágmarka áhættuna.

Auka þarf vísifjármagn

Það sem er sameiginlegt með öllum þeim fyrirtækjum sem hafa verið nefnd hér að ofan er að ekkert þeirra hefur nokkru sinni litið á Ísland sem sinn aðalmarkað. Öll eru þau “fæddir heimsborgarar” (e. born global) sem þróa sínar vörur frá upphafi fyrir alþjóðamarkað. Sá hængur er á að til þess að vaxa á alþjóðamarkaði þurfa hluthafar og fjárfestar síendurtekið að leggja fyrirtækinu til fjármagn. Og miklu af því. En ef vel gengur er uppskeran ríkuleg. Fjármagnið sem mun streyma til Danmerkur vegna Unity hleypur á tugum milljarða, sem líklega mun streyma inn í fjárfestingar í hugvitsdrifnum fyrirtækjum til að skapa nýtt virði og þekkingu.

Dæmi um íslensk fyrirtæki sem íslenskir vísisjóðir hafa að næstu öllu leyti misst af fjárfestingum í – Marel og Össur undanskilin

Þar sem að íslenskir vísisjóðir hafa verið fáir fram til ársins 2015 er engin furða að fleiri stór, alþjóðleg hugvitsdrifin fyrirtæki hafi ekki komist á flug. Fjármagnið hefur einfaldlega verið of takmarkað í vísisjóðum og erlend tengsl og þekking fjárfesta á að styðja fyrirtæki á alþjóðamarkaði lítil þó hún fari ört vaxandi. Þetta er mjög skýrt í fréttum undanfarið, sérstaklega í tilfelli GRID, Kerecis og Avo, sem fá nú fyrst og fremst fjármagn frá erlendum fjárfestum. Íslenskir vísisjóðir þurfa þannig að vera stærri til þess að betur geta fylgt eftir sínum fjárfestingum. Eftirfylgni íslenskra vísisjóða myndi líka tryggja að virðisaukningunni yrði skilað aftur heim en sitji ekki eftir hjá erlendum fjárfestum. Þetta sést líka vel í svari ráðherra nýsköpunarmála sem greindi frá því á Alþingi í vikunni að á árinu 2020 hafi 12 af þeim 17 milljörðum sem fjárfest hefur verið í íslenskum sprotafyrirtækjum komi frá erlendum fjárfestum.

Íslenskir lífeyrissjóðir geta þannig stutt enn frekar við að skapa frekara bolmagn fyrir vísisjóði til þess að fjárfesta í hugvitsdrifnum fyrirtækjum sem skapa þekkingu og verðmæti án þess að ganga á auðlindirnar. Þó fyrst og fremst til þess að ávaxta lífeyriseign landsmanna með besta móti.

The status of the Icelandic startup ecosystem – good or bad?

The innovation ecosystem in Iceland has been recently well documented in most recent years. The addition of Northstack has severely helped. I have also written about this positive development. But ecosystems are not stagnant, they evolve and mature or whither.

Continue reading The status of the Icelandic startup ecosystem – good or bad?

The positive development of the Icelandic startup ecosystem since 2012

I have written before about positive things in the Icelandic startup ecosystem. In short, it’s vibrant with loads of activity on all fronts. I will describe the development in recent years and shed some light on how and why this happened.

Continue reading The positive development of the Icelandic startup ecosystem since 2012

Which types of companies should apply to Startup Reykjavik?

Getting closer to Startup Reykjavik‘s application deadline, I frequently get asked what kind of ideas or companies should apply to the accelerator.

Many consider an accelerator like Startup Reykjavik the perfect forum for business ideas in their early stages and that the program suits founders well for assisting with incorporation, shape their idea and strengthen the business model. To some extent, they are right.

Continue reading Which types of companies should apply to Startup Reykjavik?

Startup Reykjavik’s startups from 2012 – How have they performed?

Building an excellent company takes at least ten years. We often see successful companies that we perceive became superstars overnight. Founders of companies like Uber, Lyft and AirBnB had all worked on their current business ideas in some shape or form for over ten years before they became household names. Nothing happens by itself, and it’s usually founders’ tenacity and perseverance mixed with good luck that places excellent companies at the top, where they deserve to be.

Continue reading Startup Reykjavik’s startups from 2012 – How have they performed?

Hvernig fyrirtæki eiga að sækja um í Startup Reykjavik?

Í aðdraganda umsóknarfrests í Startup Reykjavik fær maður gjarnan spurningar sem tengjast því hvernig fyrirtæki eða hugmyndir eiga erindi í Startup Reykjavík.

Margir álíta Startup Reykjavik góðan vettvang fyrir hugmyndir sem ekki eru orðnar að veruleika og að hraðallinn sé fullkominn til að aðstoða frumkvöðla við að stofna fyrirtæki, móta hugmyndir og koma þeim í styrkari farveg. Vissulega er það rétt.

Continue reading Hvernig fyrirtæki eiga að sækja um í Startup Reykjavik?

The digital journey of Arion Bank

Telling a good story on successful business measures is gratifying. Arion Bank has compiled detailed information on how it went about creating its internal accelerator, Digital Future, and presenting real impact of delivering new digital offerings. Investing in internal and external innovation has become part the Bank‘s genome. Continue reading The digital journey of Arion Bank

The ten selected teams in Startup Reykjavik 2017

It’s that time of the year. Spring, sun and a selection process… Startup Reykjavik commences on June 12th, now for the sixth consecutive year. Although we saw a substantial drop in number of application for the accelerator, the quality of the teams is actually improving, at least on paper.

stockmarkets

Diversity in the teams is great, as in recent years. Simplified, the participants are in five sectors:

 • 2 hardware teams
 • 2 gaming / VR teams
 • 2 food teams
 • 2 software teams
 • 2 services teams (built on software)

The teams are:

 1. Bone & Marrow –
 2. Dataplato – cloud-based dashboard on monetary factors for accounting systems, targeting SMEs.
 3. Itogha – Technology to identify diet related problems and food based solutions
 4. Myrkur Software – Myrkur has developed platforming game projects, leading edge virtual reality software solutions and is currently working on a third person role playing fantasy game.
 5. My Shopper –
 6. Neat Team – We offer employees a choice of what they can have for lunch by ordering off a versatile online menu from various restaurants.
 7. Porcelain Fortress – game-development company with an emphasize on Virtual Reality (VR) and Augmented Reality (AR).
 8. Project Monsters – eildstætt einstaklingsmiðað námskerfi sem byggt er á nútímatækni og leiðandi kenningum í sálfræði.
 9. SAFE seat – SAFE Seat is the lowest cost suspension seat for boats. It keeps your spine safe in rough seas.
 10. ZIfra –  open source memory cards that provide live encryption. Our smart memory card has the ability to automatically encrypt any information on the fly, as soon as the content is created

As before, Startup Reykjavik is a joint venture between Arion Bank and Icelandic Startups.

Listing your Nordic (startup) company is a viable option

Since 2012, I have worked with investing in startups in Iceland through my work at Arion Bank in Reykjavik, Iceland. These investments come through the business accelerators Startup Reykjavik and Startup Energy Reykjavik. Each participant in the accelerator receives fresh equity in addition to the various support and perks available. Continue reading Listing your Nordic (startup) company is a viable option

Startup Reykjavik 2017 – Application quality is still improving

The Startup Reykjavik saga continues. Arion Bank‘s accelerator program, Startup Reykjavik which was established in 2012, will be held from June – August this year. We have now chosen the ten participating teams for the summer. We will present them in the next few days. As in previous years, the diversity of the teams is great, ranging from food, software, hardware to gaming. Continue reading Startup Reykjavik 2017 – Application quality is still improving