Hvernig fyrirtæki eiga að sækja um í Startup Reykjavik?

Í aðdraganda umsóknarfrests í Startup Reykjavik fær maður gjarnan spurningar sem tengjast því hvernig fyrirtæki eða hugmyndir eiga erindi í Startup Reykjavík.

Margir álíta Startup Reykjavik góðan vettvang fyrir hugmyndir sem ekki eru orðnar að veruleika og að hraðallinn sé fullkominn til að aðstoða frumkvöðla við að stofna fyrirtæki, móta hugmyndir og koma þeim í styrkari farveg. Vissulega er það rétt.

Reynsla mín af því að vinna með fyrirtækjum í gegnum Startup Reykjavik síðastliðin sjö ár er þó að tvenns konar fyrirtæki eða hugmyndir fá mest út úr þátttöku. Annars vegar eru það hugmyndir sem eru vel mótaðar og búið að vinna nokkuð í, jafnvel búið að stofna fyrirtæki í kringum. Hins vegar eru það fyrirtæki sem hafa verið starfandi í einhvern tíma, hafa jafnvel tekjur, hafa þannig að einhverju marki slitið barnsskónum en eru að glíma við örðugleika sem flest fyrirtæki fara í gegnum í kjölfar stofnunar og fyrstu tekjuöflunar.

_Q1A8753
Ellen í RAGNARS að kynna á Investor Day

Af hverju segi ég þetta? Jú, virði góðra fyrirtækja fer almennt eftir þeim tíma sem lagður hefur verið í þau. Þá gef ég mér að frumkvöðlarnir séu klárir og skynsamir og að þeirra tíma sé vel varið í að þróa vöruna áfram, gera sín fyrstu mistök, læra af þeim, o.s.frv. Með þátttöku í viðskiptahraðli fá fyrirtækin ómælda aðstoð í formi aðgangs að reyndu fólki, hvort heldur það eru framkvæmdastjórar, fjármálastjórar, fjárfestar, markaðsfólk, reyndir frumkvöðlar eða aðrir. Þeim mun lengra sem fyrirtæki eru komin í sinni þróun og hafa áþreifanleg þróunar-, rekstrar-, skipulags- eða hluthafatengd vandamál að glíma við, þeim mun meiri líkur á að þau fái meira út úr samtölum við reynslumikið fólk.

Mér finnst líka gaman að horfa á samanburð við önnur lönd. Hvers konar fyrirtæki eru að sækja um í viðskiptahraðla? Samkvæmt gögnum frá GAN (Global Accelerator Network) eru 29% þeirra fyrirtækja sem taka þátt í þeim 100 viðskiptahröðlum sem eru innan GAN með tekjur af vörusölu, 70% eru við upphaf hraðalsins með tilbúna lágmarksvöru (MVP) eða prótótýpu og 43% eru með borgandi / ekki-borgandi notendur eða viðskiptavini. Þróunin á Íslandi í Startup Reykjavik er að á síðustu þremur árum sjáum við að hlutfall fyrirtækja sem eru í ofangreindum flokkum fer hækkandi, en við eigum þó nokkuð í land með að ná þessum tölum.

gan_stats

Hvað segir þetta okkur? Er ímynd Startup Reykjavik sú að prógrammið henti best fyrir hugmyndir á upphafsstigi en ekki starfandi fyrirtæki? Eða vilja starfandi fyrirtæki ekki sækja um af einhverjum ástæðum?

Í mínum huga er blanda af góðum fyrirtækjum á hugmyndastigi og fyrirtækjum sem komin eru nokkuð áleiðis ákjósanlegust. Það skapar bestu dýnamíkina á meðan á hraðlinum stendur. „Peer support“, þ.e. hvernig fyrirtækin styðja hvort annað á starfstíma Startup Reykjavik stendur er algjörlega ómetanlegt. Samstarf og jafnvel vinasambönd myndast og gjarnan verður andrúmsloftið þannig að þó svo fólk sé fyrst og fremst að vinna í sínu þá eru allir í sama liði.

Annars er umsóknarfrestur í Startup Reykjavik til 27. mars og ég hvet alla sem vilja taka sína hugmynd eða fyrirtæki á næsta þrep að sækja um. Sótt er um á vefsíðu Startup Reykjavik.

Fyrir áhugasama er svo áhugavert að skoða árangur þeirra fyrirtækja sem hafa farið í gegnum Startup Reykjavik hingað til.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s