Það var ánægjulegt að sjá úthlutun Tækniþróunarsjóðs í síðustu viku. Í heildina fengu ellefu fyrirtæki sem hafa farið í gegnum eða munu fara í gegnum Startup Reykjavik og Startup Energy Reykjavik úthlutað úr mismunandi sjóðum Tækniþróunarsjóðs.
Í gegnum Vöxt / Sprett geta fyrirtæki fengið allt að 50 milljónum yfir tveggja ára tímabil (2×25 mkr). Eftirtalin fyrirtæki fengu Vaxtarsprett.
- Genki Instruments (Startup Reykjavik 2015),
- Levo (Startup Reykjavik 2015),
- KeyNatura (Startup Energy Reykjavik 2015) og
- Arctic Sea Minerals (Startup Energy Reykjavik 2016) .
Sproti veitir allt að 20 milljónum króna yfir tveggja ára tímabil (2×10 mkr). Eftirtalin fyrirtæki fengu Sprota:
- Icelandic Lava Show (Startup Reykjavik 2016)
- Zeto (Startup Energy Reykjavik 2016)
- Atmonia (Startup Energy Reykjavik 2016)
Fræ veitir allt að 1.500 þúsund króna styrk til fyrirtækja sem eru yngri en 5 ára. Eftirtalin fyrirtæki fengið Fræið:
- Project Monsters (Startup Reykjavik 2017)
- Myrkur software (Startup Reykjavik 2017)
- My Shopover (Startup Reykjavik 2017)
- Safe Seat (Startup Reykjavik 2017)
Einkar ánægjulegt var að sjá að öll fyrirtækin sem fengu Fræið verða þátttakendur í sumar í Startup Reykjavik. Að venju mun Tækniþróunarsjóður nú ganga til samninga við ofangreind fyrirtæki og meta endanlega styrkupphæð til hvers og eins þeirra.
Ég óska öllum fyrirtækjunum innilega til hamingju með þennan árangur.