Tveggja milljarða fjárfesting og stuðningur við nýsköpun

Ég hef litið á starf mitt sem mikil forréttindi sl. ár. Ég er jafnframt afar stoltur af því að vinna fyrir fyrirtæki sem lætur verkin tala og sýnir raunverulegan stuðning við nýsköpunarumhverfið í verki.

Frumkvöðlar vilja skapa og búa til verðmæti

Stærsti hluti af mínu starfi hjá Arion banka sl. 5 ár er að vinna með og fyrir íslenska frumkvöðlaumhverfið. Það hefur veitt mér mikla ánægju, enda eru frumkvöðlar að upplagi drifið og duglegt fólk, sem horfir ekki á vandamál sem vandamál, heldur sem verkefni til að leysa. Glasið er yfirleitt hálffullt á þeim bæjunum.

Vonin um að skapa, trúin á að framkvæma og væntingar um að ná árangri fylla mann bjartsýni fyrir hönd samfélagsins.

Samkenndin í frumkvöðlaumhverfinu er áþreifanleg. Litlum og stórum sigrum einhverra er fagnað af hinum. Mistök og vonbrigði eru til að læra af. Það er margt sem að þroskaðri geirar geta lært af frumkvöðlum.

11825667_871578979603132_6782512533112000573_n

PR stunt banka að fara í nýsköpun

Erfitt er að telja skiptin þar sem ég fæ að heyra hversu gott PR mómentið var hjá bankanum að fara í nýsköpun. “Þið kostið ekki of miklu til og fáið alla þessa kynningu. Snilldarbragð”, heyrist þá gjarnan.

Ég hef góðfúslega bent á að þetta sé nú ekki endilega með þessum hætti. Hlustunarvilji um slíkt er þó á stundum fágætur. Í þessu samhengi er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu.

Frá árinu 2012 hefur Arion banki fjárfest og stutt fjárhagslega við íslenskt sprota- og frumkvöðlaumhverfi um hartnær tvo milljarða króna.

Í þessu felst rekstur viðskiptahraðlanna tveggja Startup Reykjavik og Startup Energy Reykjavik og bein fjárfesting í yfir sjötíu sprotafyrirtækjum hingað til, fjárfesting bankans í frumtaksfjárfestingasjóðnum Eyrir sprotar og beinn stuðningur við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Ungir frumkvöðlar – Junior Achievement Iceland. Arion banki var að auki fyrstur íslenskra fyrirtækja til að halda forritunarkeppnina (e. hackathon) FinTech partý (sjá myndband) þar sem þátttakendur gátu nýtt sér “sandbox API” til að þróa nýjar fjármálatæknilausnir (e. FinTech). Að auki hefur bankinn haft eitt fast stöðugildi til að sinna þessari þróun og samskiptum við sprotaumhverfið. Í lok ársins 2016 var Arion banki fyrsti íslenski bankinn til þess að fara í samstarf við European Investment Fund hvar íslenskum fyrirtækjum stendur til boða að fá lægri vexti á lánum sem tengjast nýjum vörum, þjónustum eða ferlum. Hver sá sem þekkir rekstur veit að vinna af þessu tagi kemur ekki af sjálfu sér, hvað þá að veita til þess fjármagns af ofangreindri stærðargráðu. Til þess þarf staðfastan stuðning æðstu stjórnenda og skilning á umhverfinu og hvernig það virkar og starfar. Sá skilningur er sannarlega til staðar hjá æðstu stjórnendum Arion banka. En er langt í frá sjálfsagður.

Nyskopun2016_is_920

Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli

Arion banki hefur leitt stuðning íslenskra einkafyrirtækja við nýsköpun. Á því er enginn vafi í mínum huga. Það eru forréttindi að starfa hjá slíku fyrirtæki. Ég álít mig heppinn að fá að leiða vinnu bankans gagnvart þessu frjóa umhverfi.

Samfélagsleg ábyrgð skiptir miklu máli þegar kemur að rekstri fyrirtækja, hvort heldur það snýr að framkomu við viðskiptavini og starfsfólk, virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni eða stuðningi við samfélagsverkefni. Arion banki hefur tekið þetta hlutverk alvarlega líkt og kemur fram í ársskýrslu bankans í kaflanum um Samfélagsábyrgð. Sérstaklega mæli ég með lestri á Umhverfisskýrslunni sem unnin er í samvinnu við sprotafyrirtækið Klappir.

Stuðningur Arion banka við íslenska frumkvöðlaumhverfið er augljóst samfélagsverkefni. Aukin þekking og verðmæti verða til sem nýtist samfélaginu í mörgu samhengi. Störf verða til, skattar eru greiddir til samneyslunnar. Ekki öll fyrirtæki ná tilætluðluðum árangri, sem er eðlilegt. En án þess að reyna verður ekkert til. Það er von okkar í bankanum að beinu fjárfestingarnar í sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana og Eyri sprota muni að endingu skila sér til baka með tíð og tíma og vonandi gott betur en það. Á sama tíma hafa verðmæti skapast sem skila sér til stofnenda og annarra hluthafa sem bæst hafa í hópinn á leiðinni. Nú þegar hafa nokkur einkar áhugaverð fyrirtæki úr viðskiptahröðlunum náð góðum árangri, bæði í formi aflaðs nýs hlutafjár frá fjárfestum sem og í formi eigin rekstrar. Það er mikið gleðiefni.

Gjörbreytt umhverfi sprotafyrirtækja

Þeir og þær sem þekkja til frumkvöðlaumhverfisins geta vottað um hversu stórfelldum, jákvæðum breytingum umhverfi íslenskra sprota hefur tekið á allra síðustu árum. Um það hef ég skrifað áður. Þar eru margir sem hafa lagt hönd á plóg og unnið óeigingjarnt starf. Margt er óunnið og von mín stendur til þess að fjármögnunarumhverfið eigi eftir að styrkjast enn betur. Þar skiptir framlag lífeyrissjóða sennilega mestu máli inn í þá VC (Venture Capitla) sjóði sem eru nú þegar starfandi eða eru við það að verða til. Samstarf íslenskra VC sjóða við erlenda VC sjóði og alþjóðleg fyrirtæki sem geta aðstoðað við frekari fjárfestingar eða eru mögulegir kaupendur að íslenskum fyrirtækjum mun verða næsti prófsteinn íslenska umhverfisins. Þegar það gerist af meiri mætti verður hægt að segja að umhverfið sé orðið þroskað.

Svo óska ég þess innilega að fleiri öflug íslensk fyrirtæki verði til án þess að þau verði seld “of snemma” úr landi og að á sama tíma verði til sveit raðfrumkvöðla sem hafa hagnast duglega á sínum rekstri og sjái sér þá leik á að stofna ný fyrirtæki og fjárfesta í enn öðrum.

Það yrði eitthvað.

Annars minni ég á umsóknarfrest í Startup Reykjavik sem er til 31. mars næstkomandi.

One thought on “Tveggja milljarða fjárfesting og stuðningur við nýsköpun

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s