Hagkvæmari fjármögnun fyrir fyrirtæki

Aðgangur að lánsfjármagni á Íslandi er gjarnan í umræðunni enda skiptir hann miklu máli fyrir fyrirtæki, hvort heldur þau eru nýstofnuð eða þroskuð. Í gegnum vinnu mína síðastliðin ár hjá Arion banka með og gagnvart frumkvöðlaumhverfinu hef ég átt mörg samtölin við stofnendur um hvað sé hægt að gera og hvaða leiðir séu hagkvæmastar. Það er ekkert rétt svar því hvert og eitt fyrirtæki hefur sín einkenni og það sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum.

Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka þegar kemur að stuðningi við frumkvöðlaumhverfið, fyrst og fremst í formi hraðlanna Startup Reykjavik og Startup Energy Reykjavik þar sem þau fyrirtæki sem valin eru til þátttöku fá fjárfestingu frá dótturfélagi bankans en jafnframt gríðarlega mikinn stuðning í formi ráðgjafar frá reynslumiklum einstaklingum úr háskóla- og atvinnulífi.

Lítil og meðalstór fyrirtæki bera upp hagkerfið á Íslandi. Fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn eru þorri íslenskra fyrirtækja. Aðgangur þessara fyrirtækja að samkeppnishæfu fjármagni skiptir þannig sköpum. Ég ætla ekki að fara í umræðuna um gjaldmiðilinn og sambærileg vaxtakjör við útlönd. Til þess þarf annan vettvang.

Það er því mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að Arion banki hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar til að auka aðgengi íslenskra fyrirtækja að hagkvæmari fjármögnun en hefur verið í boði í dag. Það er gert í samstarfi við European Investment Fund (EIF). eif-logoSamstarfið felst í því að EIF mun ábyrgjast 50% af hverju láni sem veitt verður í gegnum þetta tiltekna ferli. EIF axlar þannig hluta áhættunnar. Eitt fárra skilyrða sem EIF gerir er að lægri áhætta bankans við lánið skili sér í lægri vaxtakjörum til lántakans. Með öðrum orðum, að ávinningi við lægri áhættu bankans við hvert lán sé fleytt áfram til viðskiptavinarins.

Hentar allflestum íslenskum fyrirtækjum

Hvaða fyrirtæki eða verkefni eru þannig gjaldgeng? Þar sem skilgreiningar Evrópusambandsins á litlum og meðalstórum fyrirtækjum eru á öðrum skala en þekkist á Íslandi, henta þessi lán þorra íslenskra fyrirtækja. Skiptir þá litlu máli hvort fyrirtækið er ungt eða gamalt, í hvaða geira það starfar eða hver tilgangur lánsins er. Helstu forsendur fyrir lánveitingu eru eftirtaldar:

 • Fjárfesting í framleiðslu eða þróun á nýjum vörum og/eða þjónustu
 • Lágmarks lánsfjárhæð 25.000 EUR – Um 3,2 m. ISK.
 • Hámarks lánsfjárhæð 7,5 m.EUR – Um 975 m. ISK.
 • Lánstími að lágmarki 1 ár / hámark 10 ár
 • Gjaldmiðill: ISK / USD / EUR

Tegund láns getur verið langtímalán, ádráttarlán, yfirdráttarlán eða kaupleiga.

Tökum þrjú tilbúin dæmi um fyrirtæki sem Arion / EIF lán gæti hentað fyrir:

Starfsm.fjöldi Velta (mISK) Velta pr starfsmann Geiri Tilgangur láns
Fyrirtæki A 5 15 3 Hugbúnaður Klára þróun og koma vöru á markað
Fyrirtæki B 40 300 7,5 Framleiðsla Kaup á nýjum tækjabúnaði til að auka hagkvæmni
Fyrirtæki C 250 2500 10 Ráðgjöf / Framleiðsla Stofnun nýs dótturfélags sem hefur mikla sérþekkingu. Þróun á vél- og hugbúnaði

Lánin eru ekki fyrir einstaklinga eða hugsuð sem endurfjármögnun á eldri lánum.

Út frá atvinnugreinum, henta lánin fyrir fyrirtæki sem starfa í:

 • Sjávarútvegi
 • Ferðaþjónustu
 • Landbúnaði
 • Framleiðslu
 • Tækni og hugbúnaðarþróun
 • Orkufyrirtæki
 • Iðngreinum

… sumsé, fyrir afar breiðan hóp.

Hæfiskilyrði fyrir Arion / EIF láni

Mér finnst áhugavert hversu skilyrðin eru bæði sveigjanleg og skynsamleg. Fyrirtæki þurfa að uppfylla einn af neðangreindum þáttum:

 1. Fyrirtæki sem hyggjast fjárfesta í:
  • Framleiðslu eða þróun á nýrri vöru
  • Þróun eða innleiðingu á nýjum eða endurbættum vörum, ferlum eða þjónustu
 2. Fyrirtæki í örum vexti
  • Verið starfandi í innan við 12 ár
  • Árlegur innri vöxtur á veltu eða starfsmannafjölda verið yfir 20% að meðaltali yfir þriggja ára tímabil
  • A.m.k. tíu starfsmenn við upphaf skoðunartímabils
 3. Fyrirtæki sem starfað hefur á markaði skemur en 7 ár
  • Kostnaður við rannsóknir og þróun verið að lágmarki 5% af heildarrekstrarkostnaði á einu af síðustu þremur árum fyrir umsókn
  • Sé um að ræða sprotafyrirtæki án nokkurrar fjármálasögu þá samkvæmt nýjustu ársreikningum
 4. Fyrirtæki sem hefur marktæka burði til nýsköpunar eða er „fyrirtæki með áherslu á rannsóknir og nýsköpun“

Einhver fleiri skilyrði eru til staðar sem Arion og EIF setja lánveitendum.

Kærkomin viðbót

Ég fagna þessari nýjung í fjármögnunarleiðum fyrir íslensk fyrirtæki. EIF vinnur með bönkum um alla Evópu og er í samstarfi við 74 fjármálafyrirtæki í 29 löndum Evrópu og hefur mikla reynslu af því að styðja við vöxt og uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í álfunni. Arion banki er eina fjármálafyrirtækið á Íslandi, a.m.k. enn sem komið er, sem er í samstarfi við European Investment Fund.

Um Fjárfestingarsjóð Evrópu

Fjárfestingarsjóður Evrópu (EIF) er hluti af Evrópska fjárfestingarbankanum. Helsta hlutverk sjóðsins er að styðja við örsmá, lítil og meðalstór fyrirtæki með því að greiða þeim aðgang að fjármagni. Fjárfestingarsjóður Evrópu þróar lausnir á sviði áhættu- og vaxtarfjármagns, ábyrgða og örfjármögnunar sem eru sérsniðnar fyrir slík fyrirtæki. Þannig styður sjóðurinn við markmið ESB um að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróun, frumkvöðlastarf, vöxt og atvinnusköpun.

Um InnovFin

Með ábyrgðarfyrirgreiðslu InnovFin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki fást ábyrgðir og gagnábyrgðir fyrir fjármögnun að upphæð frá 25 þúsundum evra til 7,5 milljóna evra til þess að auka aðgengi lítilla og meðalstórra nýsköpunarfyrirtækja (með færri en 500 starfsmenn) að lánsfjármagni. Fjárfestingarsjóður Evrópu stýrir verkefninu með milligöngu banka og annarra fjármálastofnana í ESB-ríkjum og öðrum aðildarlöndum. Fjárfestingarsjóður Evrópu tryggir milliliðina fyrir hluta af því tapi sem kann að verða vegna lánveitinga samkvæmt áætluninni.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s