Alþjóðageirinn (fyrri hluti) – Hver er staðan?

Ég hef nýverið skrifað tvo pistla, annan um þær samfélagsbreytingar sem samfélög heimsins standa frammi fyrir sökum örra tæknibreytingar og hinn um stöðu menntunar á Íslandi sem er, miðað við tölur frá 2013, undir meðallagi OECD landanna, bæði út frá menntunarstigi og fjármagni sem veitt er í menntun.

Ég ætla nú að beina sjónum mínum að þeim geira sem ég tel Íslendinga eiga mesta innistæðu í þegar kemur að verðmætasköpun fyrir blómlegra mannlífi og raunverulegum hagvexti. En byrjum á skoða fyrirbærið alþjóðageiri.

Alþjóðageirinn er opinn

Undir alþjóðageirann fellur öll sú starfsemi sem er ekki bundin við heimamarkað, samkeppnisvernd eða takmarkaðar náttúruauðlindir

  1. Markaður er alþjóðlegur
  2. Starfsemin er ekki varin samkeppni
  3. starfsemin byggir ekki á takmörkuðum náttúruauðlindum

Með öðrum orðum, alþjóðageirinn snýr að opnum viðskiptum útlendinga við Ísland í almennri samkeppni á heimsmarkaði.

Verðmætasköpun knýr hagvöxt, almenna velferð og velsæld

Vilji samfélag búa við almenna velferð og velsæld þarf aukna verðmætasköpun.  Þetta er undirstaða hagvaxtar (ítarlegar hagfræðiútskýringar á hagvexti og hvernig hann getur orðið til öðruvísi er hægt að kynna sér annars staðar). Um þetta eru flestir sammála. Ef samfélag vill viðhalda jákvæðum hagvexti þarf að búa til það virði með einum eða öðrum hætti.

Í grófum dráttum má skipta hagkerfi Íslands í þrjá flokka:

thrir_geirar_islands
Mynd 1. Gróf flokkun íslensks hagkerfis.

Stærð þeirra og eðli er mismunandi eins og neðangreind mynd sýnir.

staerdir_geira.png
Mynd 2. Stærð íslensks hagkerfi eftir grófri flokkun.

Fyrir tilstuðlan Viðskiptaráðs Íslands hafa nokkrar greiningar verið gerðar á þessu umhverfi:

Ekki er annað hægt en að mæla með lestri á þessu efni.

Okkar stærstu útflutningsgreinar í dag, ferðaþjónusta, orkutengd framleiðsla og sjávarútvegur byggja allar á auðlindum. Af þessum þremur er ferðaþjónustan skalanlegust og á að öllum líkindum enn mestu vaxtamöguleikana. Með skalanleika á ég við að geirinn á tækifæri á að auka tekjur sínar hraðar en kostnað, þ.e. auka framlegð. Auðlindir eru ekki óþrjótandi og vaxtamöguleikarnir þannig takmarkaðir. Þetta þýðir að til að standa undir vexti hagkerfisins þarf að búa til nýjar útflutningstekjur. Í alþjóðageiranum blasir tækifærið við okkur. Hann byggir á hugviti og er þannig ekki takmarkaður á sömu forsendum og vörur eða þjónusta sem byggja á auðlindum. Áskoranirnar eru þó nægilegar við að byggja upp og þróa sterk fyrirtæki sem eiga erindi á alþjóðamarkað.

Ef við setjum þetta í tölulegt samhengi og gefum okkur forsendur um 3-4% hagvöxt á næstu árum, þarf að auka útflutningstekjur um 1.000 milljarða króna. Auðlindatengdu geirarnir þrír munu halda áfram að vaxa en ekki nægilega mikið til að standa undir þeim tekjum. Auðvitað er þetta leikur að tölum, en hugmyndafræðin stendur hvað það varðar að nýjar tekjur þarf að mynda til að standa undir hagvexti.

utflutningur_hagvoxtur_mckinsey.png
Mynd 3. Nauðsynlegur útflutningsvöxtur til að ná 4% hagvexti árið 2030.

Við þekkjum flest þau jákvæðu áhrif sem ferðaþjónustan hefur haft á Ísland síðastliðin ár. Að mestu leyti eru þar ytri þættir sem hafa haft áhrif, s.s. umfjöllun erlendra fjölmiðla, hagstætt gengi o.s.frv. Það er því áhugavert að leika sér með þá hugsun að hægt verði að byggja upp aðra öfluga starfsemi á Íslandi sem tengist alþjóðageiranum sem gæti haft veruleg áhrif á tekju- og þekkingarmyndun og lífsgæði í landinu. Að byggja markvisst upp fimmta útflutningstekjupóstinn fyrir hagkerfið Ísland.
Í greiningu Viðskiptaráðs (sjá mynd 4) er prýðisgóð samantekt á helstu forsendum samkeppnishæfs alþjóðageira. Hún er bæði fagleg, tæknileg og byggð á góðum gögnum. Þar er bent á hvernig aðgengi að vinnuafli, fjármagni og mörkuðum auk heilbrigðs regluverks og skatta skipta máli. Stjórnvöld og fyrirtæki geta mótað þessa þætti að frátaldri landfræðilegri legu landsins. Það sem hins vegar mætti bæta við myndina frá Viðskiptaráði er mannlegi þátturinn.

Í því samhengi á ég við hvað stofnendur fyrirtækja og frumkvöðlar telja að skipti mestu máli þegar kemur að því að byggja upp rekstur. Það kemur ekkert endilega á óvart að það eru ekki hagfræðistærðirnar eða lágir skattar sem skipta þá mestu máli. Ein rannsókn, gerð í Bandaríkjunum, sýndi ótvírætt forgangsröðun þeirra:

  1. Aðgangur að hæfu starfsfólki og á svæði þar sem menntað og metnaðarfullt fólk vill vera.
  2. Góður aðgangur að samgönguneti (flugvellir, vegir, hraðbrautir, lestir) og nálægð við viðskiptavini og birgja.
  3. Hagstæð leiga, fjöldi veitingahúsa, skólar, upplifun, góður staður að búa á.

Í hnotskurn: Góður staður að búa á með aðgengi að nægu og hæfu starfsfólki auk góðs aðgengis að viðskiptavinum og birgjum.

Ég hef því kosið því að uppfæra myndina góðu frá Viðskiptaráði og bætti við einum dálki, Góð lífsskilyrði. Ég hef að auki stillt upp styrkleikum (grænn litur) og veikleikum (rauður litur) Íslands eins og þeir horfa við mér.

samkeppnishaefur_althjodageiri
Mynd 4. Forsendur sterks og samkeppnishæfs alþjóðagkeira samkvæmt Viðskiptaráði (með viðbótum)

Að neðan má sjá lista sem ég tel endurspegla styrkleika og veikleiga Íslands þegar kemur að því að byggja upp sterkan alþjóðageira:

Þáttur Rök Heimildir
Kostnaður vinnuafls Enn sem komið er virðist Ísland vera sæmilega samkeppnishæft um laun. Stórfelld aukning ferðaþjónustu hefur dregið til sín vinnuafl og samningar á vinnumarkaði hafa hins vegar hækkað laun nær nágrannalöndum okkar og við erum nú fyrir ofan meðaltal. Styrking ISK gagnvart öðrum gjaldmiðlum vegur jafnframt á móti þessum styrkleika OECD 2015 – Heildartekjur í kaupmáttar-leiðréttum USD eftir löndum
Gæði vinnuafls Ísland er með lágt hlutfall af tækni- og verkfræðimenntuðu fólki í alþjóðlegu samhengi

Í rannsóknarstarfi háskólanna skorar Ísland lágt skv. Scimago og Nature Index að fráskildum heilbrigðis- og jarðvísindum.

Lítil sérþekking í alþjóðlegu sölu- og markaðsstarfi

OECD, Scimago Journal, Nature Index, Seed Iceland.

 

Mennta- og rannsóknarstarf mætir þörfum fólks og atvinnulífs Í alþjóðlegum samanburði stöndum við ekki vel, þó svo að nýverið hafa aukning orðið í samkeppnissjóði Rannís, s.s. Tækniþróunarsjóði

einkaleyfi m.v. samanburðarþjóðir

 

Hlutfall GDP í R&D.

Hlutfall grunnrannsókna af rannsóknum á háskólastigi.

Aðgengi að erlendu vinnuafli (sérfræðingar) er gott Hér stöndum við ekki vel. Meirihluti þeirra sem flytur hingað erlendis frá sinnir lág- og miðlaunastörfum. Forsenda uppbyggingar alþjóðageirans þarf að byggja fremur á fólki með sérþekkingu og þ.a.l. hærri launuðum störfum. Góð lífsskilyrði og vinna við hæfi eru hér forsenda. Nýlegar breytingar um skattaafslátt erlendra sérfræðinga hjálpa þó til. B.S. ritgerð í hagfræði, Sindri Hrafn Heimisson
Aðgengi að fjármagni Lánsfjármagn: Hér er nægt fjármagn til að lána, þó í ISK og þau kjör sem bjóðast eru ekki alþjóðlega samkeppnishæf.

Hlutafé: Aðgengi er ekki gott þó svo það hafi batnað með tilkomu þriggja nýrra framtaksfjárfestingasjóða árið 2015. Takmarkað fjármagn er í boði fyrir frumkvöðlafyrirtæki og fjárfestum fylgja alla jafna hvorki sérhæfð rekstrarþekking né sterk alþjóðleg tengsl.

Ef við gefum okkur 3,0% álag banka ofan á stýrivexti í helstu OECD löndum, má sjá almennan fjármagnskostnað fyrirtækja

 

Regluverk og skattar Ísland er prýðilega samkeppnishæft hér, s.s. skattaívilnanir vegna þróunarstarfs og launa erlendra sérfræðinga, hvati til fjárfestinga í óskráðum fyrirtækjum, breyting á skattlagningu kauprétta, lágur tekju- og fjármagnstekjuskattur á fyrirtæki og einföldun ársreikningaskila fyrir lítil fyrirtæki. Margt gott hefur átt sér stað á sl. árum. Viðskiptaráð hefur þó bent á hvað mætti mögulega betur fara.

Regluverk byggir á EES og er þannig sambærilegt við nágrannalönd.

Rafræn stjórnsýsla og einfaldleiki í viðskiptum er framúrskarandi á alþjóðlegan mælikvarða, t.d. rafræn skilríki.

Alþingi.

Tiltölulega lág skattbyrði einstaklinga.

Lágur tekjuskattur fyrirtækja.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP um breytingar á regluverki

 

Aðgengi að mörkuðum Landfræðileg lega verður alltaf hindrun þó svo að milliríkja- og tollasamningar standi fyrirtækjum ekki fyrir þrifum
Góð lífsskilyrði Ísland stendur vel að flestu leyti á alla alþjóðlega mælikvarða um lífsgæði. Aðgengi að leiguhúsnæði er þó ábótavant eins og sakir standa.

Aðgangur fólks að menntun og heilbrigðisþjónustu er framúrskarandi á alþjóðlegan mælikvarða.

Útlendingar lýsa Íslendingum sem vinalegum en þó lokuðum en að einfalt sé að eiga samskipti við þá. Allflestir Íslendingar geta tjáð sig á öðru tungumáli en íslensku.

Mesti launajöfnuður í OECD.

Hæsta atvinnuþátttaka kvenna.

Eitt lægsta atvinnuleysi í OECD.

Mest atvinnu- eða námsþátttaka ungs fólks.

Erum með hamingjusömustu þjóðum og hefur einna mestu lífsfyllingu.

Búum við bestu mögulegu náttúrugæði

Viðhorf Stjórnvöld – Mörg góð skref hafa verið stigin á síðustu árum til stuðnings alþjóðageiranum. Velvilji er til staðar en skrefin hafa verið tekin í þá átt  að koma okkur á sambærilegan stað og nágrannalöndin (e. reactive) fremur en að reyna að tryggja að við séum í fremstu röð (e. proactive) og enn síður að skapa tiltekna sérstöðu. Stöðugleiki í formi færri og færri grundvallarbreytinga á t.d. skattkerfi eða ytri aðstæðum, skapar vissu fjárfesta og alþjóðasamfélagsins.

Samfélagið – Íslendingar eru skapandi  og vilja gjarnan vinna hjá sjálfum sér ef kostur er á. Fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sýnir það.

Í heildina er hægt að segja að góðar forsendur séu fyrir því að á Íslandi verði hægt að byggja upp sterkari og fjölbreyttari alþjóðageira miðað við ofangreint þó svo að ákveðnar hindranir séu í veginum. Möguleikar Íslands verða einmitt umfjöllunarefni seinni hluta greinarinnar sem birtist á morgun.

One thought on “Alþjóðageirinn (fyrri hluti) – Hver er staðan?

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s