Umbreytingaskeið framundan í íslenskum orkuiðnaði

Orku­iðn­aður á Íslandi er á svip­uðum stað í dag og sjáv­ar­út­veg­ur­inn var í kringum inn­leið­ingu kvóta­kerf­is­ins. Aðgangur að orku­auð­lind­inni er tak­mark­aður og útfluttar orku­af­urðir eru fyrst og fremst hrá­vara í formi áls.

Tækni­fram­far­ir, nýsköpun og fjár­fest­ingar hafa aukið verð­mæti íslensks sjáv­ar­fangs marg­falt frá því að kvóta­kerf­inu var komið á. Engum dylst það. Hvers kyns þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa sprottið upp við geir­ann og eru jafn­vel eft­ir­sótt erlendis frá vegna sér­þekk­ingar sinn­ar. Sama ferli er nú í gangi innan orku­iðn­að­ar­ins þar sem eft­ir­spurn eftir íslenskri raf­orku er mikil en fram­boðið ekki enda­laust. Á næstu árum má búast við að fjöldi nýrra fyr­ir­tækja sem starfa í eða þjón­usta orku­geir­ann verði stofnuð með aukna fram­leiðni og nýtni íslenskrar orku að mark­miði.

Nesjavallavirkjun.width-900

Mik­il­vægt að selja sömu vöru aftur og aftur

Þróun vara sem eru end­ur­selj­an­legar er að jafn­aði betra en að selja bara útselda tíma af vinnu. Tekj­urnar eru skal­an­leg­ar, þ.e.a.s. ekki þarf að kosta jafn miklu til við að afhenda nýjasta selda ein­takið og hið fyrsta. Stöðlun og form­fest­ing hátækni­þekk­ingar er flókið fyr­ir­bæri og kostn­að­ar­samt en skilar marg­földum ávinn­ingi á við útselda vinnu. Verndun hug­verka­rétt­inda í formi einka­leyfa er svo ekki bara mik­il­væg heldur gefur hún kost á að selja not­enda­leyfi til erlendra aðila og þ.a.l. tekj­ur. Með­vit­und íslenskra háskóla, stofn­ana og fyr­ir­tækja um þróun end­ur­selj­an­legra vara í formi bún­að­ar, hug­bún­aðar eða not­enda­leyfa hefur auk­ist umtals­vert á síð­ustu árum en betur má ef duga skal. Með ofan­greind atriði til hlið­sjónar er lík­lega ekki slæm hug­mynd að stofna fyr­ir­tæki í orku­geir­anum í dag.

Startup Energy Reykja­vík flýtir þroska­ferli fyr­ir­tækja

Startup Energy Reykja­vik (SER) við­skipta­hrað­all­inn hefur nú verið hald­inn tvisvar sinnum og lið­sinnt fjórtán fyr­ir­tækjum með einkar góðum árangri. Grunn­hug­myndin þar er ein­föld: Að veita fyr­ir­tækjum í orku­tengdum iðn­aði braut­ar­gengi með sprota­fjár­magni og umtals­verðri hand­leiðslu. Að aðstoða fyr­ir­tækin við að gera meira hraðar og flýta þannig þroska­ferli þeirra. SER er til­valið tæki­færi fyrir rót­gróin fyr­ir­tæki að vinna að hug­myndum sem ekki hefur verið sinnt nægi­lega vel hingað til sem og fyrir ný fyr­ir­tæki sem sjá tæki­færi í vaxta­skeiði íslenska orku­geirans. Þátt­taka í SER hefur reynst þátt­tak­enda­fyr­ir­tækjum vel og vakið bæði athygli á þeim og aukið aðgengi þeirra að fjár­magni fyrir áfram­hald­andi rekst­ur. Það eru spenn­andi tímar framundan í íslenska orku­geir­anum og ég hvet sem flesta að verða hluti af því áhuga­verða breyt­inga­skeiði. Umsókn í Startup Energy Reykja­vik gæti verið fyrsta skrefið að taka.

Þessi færsla birtist fyrst í Kjarnanum 27. júní 2016

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s