Forritunarkeppni Arion banka í þróun snjallra fjármálalausna

FinTech er heitt í dag. Orðið stendur fyrir Financial Tehcnology, eða fjármálatækni. Fjármálafyrirtæki um allan heim standa frammi fyrir því að ung og efnileg fyrirtæki bjóða upp á fjármálatengdar þjónustur sem gjarnan eru betur sniðnar að þörfum neytenda og fyrirtækja en fjármálafyrirtæki gera. Á þessu er vitaskuld allur bragur.

Við í Arion banka skiljum að þarfir viðskiptavina breytast, t.d. með þróun í samfélagi, tíðaranda og aðgangi að aukinni tækni. Við áttum okkur líka á því að aðhald fjármálafyrirtækja í gegnum eftirlitsstofnanir setur þeim ákveðnar skoður. Þar fyrir utan eru fjármálafyrirtæki að jafnaði stór fyrirtæki og ná ekki endilega að vera fremst í flokki þegar kemur að þróun og innleiðingu helstu nýjunga sem eru til á markaði. Stærri fyrirtæki, þyngri ferlar og allt það.

Hvernig geta fjármálafyrirtæki brugðist við?

Ein leið er að auka við fjárfestingu í innri nýsköpun og þróun, mögulega ráða til sín nýtt fólk og spýta í lófana. Önnur leið er einfaldlega að fara í kröftuga samvinnu við tækni- og frumkvöðlaumhverfið um þróun lausna. Ávinningurinn af slíkri leið erlendis hefur sýnt sig vera árangursrík fyrir bæði frumkvöðla- og fjármálafyrirtækin.

Svo eru líka til fyrirtæki víða um heim sem einfaldlega láta fjármálafyrirtæki sig ekkert varða og keyra á þróun og innleiðingu eigin lausna með það að markmiði að fara í beina og óbeina samkeppni við fjármálafyrirtækin. Nordic Web hefur t.a.m. nýlega tekið saman upplýsingar um helstu fyrirtæki og fjárfestingar í norrænum FinTech fyrirtækjum.

Íslenskur markaður er örmarkaður á alþjóðavísu og þróun nýrra lausna því hlutfallslega dýrari hér en annars staðar. Leiða má líkur að því að hermun á erlendum lausnum geti gefið góðan árangur hér á landi. Ef það virkar annars staðar mun það líklega virka hér líka (Aur., Kass, Netgíró). Önnur nálgun væri að þróa snjallar fjármálalausnir á Íslandi sem eiga erindi á aðra markaði (Meniga).

Ég trúi almennt á samvinnu hins nýja/óreynda og þess eldra/reynda. Styrkur og veikleiki hvors hóps um sig vegur hinn upp.

Forritunarkeppni (e. hackathon) er ein leið að frekari samvinnu við tækni- og frumkvöðlaumhverfið

FinTech_PartyArion banki hyggst þannig efna til forritunarkeppni (e. hackathon), FinTech partý Arion banka,  þann 3. – 4. júní næstkomandi þar sem hverjum sem er gefst kostur á því að hanna snjalla fjármálatengda lausn, byggða á opinni vefþjónustu bankans, eða á svokölluðum API (Application Programming Interface). Tilgangurinn er að auka við fjölbreytni í stafrænni fjármálaþjónustu við neytendur með nýjum öppum eða þjónustum í vafra.

Við biðjum um að fólk skrái sig til þátttöku og hafi fyrirfram gefnar hugmyndir um hverju það vill ná fram með sinni lausn og hvernig þau hyggist gera það. Ég hlakka innilega til að kynnast spennandi teymum og nýsköpunar- og framkvæmdagleði þeirra. Ef eitthvað er öruggt, að þá er það að fjármálaheimurinn mun taka gríðarmiklum breytingum á næstu misserum. Arion banki vill gjarnan vinna með umhverfinu í frekari framþróun geirans. Svo einfalt er það.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s