FinTech partý (hackathon) Arion banka

Ég hef rætt áður um uppgang FinTech fyrirtækja og reynt að bregða upp mynd hvað fjármálafyrirtæki eiga að gera til að bregðast við þeim ógnunum og tækifærum sem snjallar fjármálalausnir ungra fyrirtækja hafa.

Arion banki í fararbroddi nýsköpunar í fjármálatækni

Við í Arion banka skiljum að bankar geta ekki barist á móti kröftum í samfélagi, hvort heldur út frá þörfum neytenda eða tæknilegri framþróun. Eina leiðin er að vinna með umhverfinu.

Bankinn hefur stutt myndarlega við frumkvöðlaumhverfið  á siðustu árum með samvinnu og fjárfestingu í gegnum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Því til viðbótar, viljum við nú auka samvinnu við FinTech fyrirtæki og tækni- og frumkvöðlaumhverfið. Það gerum við með því að halda forritunarkeppni (e. hackathon) sem ber nafnið FinTech partý.

FinTech partý er keppni í þróun snjallra fjármálalausna

FinTech Partý er forritunarkeppni þar sem þátttakendur í þverfaglegum teymum vinna að þróun fjármálatengdra afurða á raunviðskiptagögnum sínum hjá Arion banka, hvort heldur sem vefþjónusta eða í appi.

Þátttakendur geta verið úr ólíkum geirum, s.s. forritun, viðskiptaþróun, verkfræði eða hönnun. Tilgangurinn er að auka við fjölbreytni í stafrænni þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Arion banki mun bjóða upp á API vefþjónustu (Application Programming Interface) sem keppendur hafa aðgang að og geta þróað sínar lausnir ofan á.

Keppnin verður haldin í byrjun júní 2016 í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 og mun standa yfir í 30 klukkustundir.  Skráning er öllum opin og munu keppendur einungis þurfa að mæta með eigin tölvur og/eða þann búnað sem þeir telja sig þurfa. Arion banki býður upp á aðstöðu og fæði allan tímann.

Á næstu dögum mun ég fjalla nánar um FinTech partý Arion banka og veita meiri upplýsingar um viðburðinn.

hackathon
Mynd frá forritunarkeppni í Prag

Þeir / þær sem eru forvitnir (ar) eða hafa spurningar mega gjarnan senda mér póst á einar.gudmundsson@arionbanki.is

One thought on “FinTech partý (hackathon) Arion banka

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s