Fyrirtæki úr viðskiptahröðlunum hafa sótt sér yfir 1.700 mkr. í fjármögnun

Frá því að viðskiptahröðlunum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík var ýtt úr vör, hafa fyrirtæki sem hafa farið í gegnum þá fengið fjármagn yfir 1.700 milljónir króna.

Startup Reykjavík (SR)  var fyrst haldið árið 2012. Startup Energy Reykjavík (SER) kom svo í kjölfarið árið 2014. SR hefur verið haldið fjórum sinnum og SER tvisvar. Alls hafa 54 fyrirtæki farið í gegnum hraðlana tvo. Arion banki fjárfestir í hverju og einu þeirra í gegnum félögin Startup Reykjavik Invest ehf. og SER Holding ehf.

Uppsafnaður_fjöldi_fjarfestinga

Frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hröðlunum opnum örmum. Þar fá fyrirtækin sprotafjármagn og mikla leiðbeiningu frá mentorum. Slíkt skiptir miklu máli þegar viðskiptahugmyndin er á sínum fyrstu stigum. Viðskiptahraðall snýst jú um að hraða ferlinu frá hugmynd að sjálfbærum rekstri. Fjöldi umsókna sýnir að mikilvægt var að tappa af þeirri ríku þörf fólk að fylgja eftir sinni viðskiptahugmynd. Að láta drauminn rætast.

fjöldi_umsokna

Umsóknum fækkaði á síðasta ári miðað við þau fyrri og fyrir því eru líklegast tvær ástæður. Annars vegar gengur betur í hagkerfinu en fyrri ár þannig að eftirspurn er eftir vinnuafli hefur aukist og einnig er líklegt að ákveðinni þörf hafi verið fullnægt með tilkomu hraðlanna. Magn er þó ekki sama og gæði. Mér kæmi ekki á óvart ef umsóknir í Startup Reykjavík í ár yrðu svipaðar og 2015. Umsóknarfrestur er 31. mars.

Árangur hraðlanna?

Árangur má mæla á ólíka vegu. Fjöldi fyrirtækja sem enn er starfandi, tekjur sem fyrirtækin afla, skatttekjur sem fyrirtækin skila til ríkisins, hagnaður þeirra, fjöldi starfsmanna á launaskrá o.s.frv. Flest fyrirtækin eru enn á þeim stað að tekjur eru lágar en það mun eflaust breytast eftir því sem tíminn líður. Enn annar mælikvarði er að skoða hversu miklu fjármagni hefur verið varið til að efla starfsemi þeirra. Niðurstaðan fyrir SR og SER eru þessar:

fjarmögnun_pr_argang

Í heildina hafa fyrirtækin fengið rúmlega 1.700 mkr í hlutafé og styrki. Hlutfall hlutafjár er 65% og styrkir 35% á heildina. Þessar tölur eru ánægjulegar og gefa mynd af afar breyttu umhverfi frá því fyrir nokkrum árum síðan þegar fjárfestingar og styrkir voru takmarkaðir. Nýju fjárfestingasjóðirnir þrír á Íslandi skipta hér lykilmáli. Miðað við stærð þeirra og fjárfestingagetu má búast við að fjárfestingar í ár og á því næsta haldi áfram með sama þrótti og síðastliðið ár.

Hvað bera næstu ár í skauti sér?

Spurningarnar til lengri tíma eru:

a) Munu íslenskir fjárfestar þora að bæta við  og stofna fjárfestingasjóð sem brúar bilið á milli hraðlanna og fjárfestingastefnu sjóðanna. Og jafnvel skrá slíkan sjóð á First North og auka þannig aðgengi almennings að fjárfestingum í sprotafyrirtækjum?

b) Munu íslenskir fagfjárfestar og lífeyrissjóðir þora að leggja meira fé í sjóði á borð við Eyri sprota, Brunn vaxtasjóð og Frumtak þegar fjárfestingatímabili þeirra lýkur?

Ef svörin við þessum spurningum eru jákvæðar eru horfurnar góðar fyrir íslensk frumkvöðlafyrirtæki. Ef þau eru neikvæð, verður innan nokkurra ára horft á núverandi sjóði í besta falli sem tilraun áranna 2015-2018 til að bæta upp týndu árin þar á undan. Vonandi bera íslenskir fagfjárfestar gæfu til að láta kné fylgja kviði miðað við stöðuna í dag.

One thought on “Fyrirtæki úr viðskiptahröðlunum hafa sótt sér yfir 1.700 mkr. í fjármögnun

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s