Stuðningur við nýsköpun á öllum skólastigum

Eins og með svo margt í lífinu að þá þarf að hefja uppeldi snemma til að heildstæðir einstaklingar verði til. Þar sem nýsköpun og frumkvöðlar standa mér næst er nærtækast að ræða um það í þessu samhengi. Sem starfsmanni Arion banka er mér það líka ljúft að ræða um hvernig við í bankanum höfum ákveðið að styðja við nýsköpun á breiðari vettvangi en bara í gegnum viðskiptahraðlana Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík.

Í reynd er bankinn að styðja við nýsköpun og frumkvöðla á öllum skólastigum nema leikskólastigi. Ef við sem samfélag og þjóð viljum efla frumkvæði og framtakssemi er mikilvægt að kynna slíka hugsun fyrir börnunum okkar og virkja þann kraft sem í þeim býr. Allir vita jú hversu hugmyndarík og frjáls börn og unglingar geta verið í sinni sköpun á lausnum. Þann kraft er mikilvægt að beisla og beina í jákvæðan farveg.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

429A2350Arion banki er stuðningsaðili Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í henni geta öll grunnskólabörn í 5. – 7. bekk tekið þátt. Markmið keppninnar og alls undanfara hennar er m.a. ” að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim fyrirbærum sem þeir fást við í námi sínu skal m.a. leggja áherslu á frjótt, skapandi starf, verklega færni, nýsköpun og frumkvöðlanám þar sem hvatt er til frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum og hagnýtingu í skólastarfi og daglegu lífi.“ Undirbúningur fyrir keppnina fer fram í skólastarfi yfir veturinn, en lokakeppnin er haldin á vormánuðum. Það eru því kennarar í skólum landsins sem eru að mestu leyti ábyrgir fyrir því að hvetja börnin til góðra verka. Það væri óskandi að allir grunnskólar landsins sæju sér fært að innleiða jafn þverfaglega og áhugaverða vinnu fyrir börnin okkar.

Óhætt er að segja að hugmyndaauðgi barna fái að njóta sín, sem sést t.d. á vinningshugmyndum síðustu ára. Að jafnaði berast um 2.000 hugmyndir í keppnina.

Junior Achievement (Ungir frumkvöðlar) – Framhaldsskólar

Arion banki er einn þriggja bakhjarla Junior Achievement (JA) verkefnisins. Hinir eru Eimskip og Landsvirkjun. VerkPR_COYC14_Websiteefnið miðar að því að kenna unglingum í framahaldsskóla fyrstu skrefin í því að stofna fyrirtæki í kringum viðskiptahugmynd og þróa það áfram. Öll vinna fer fram í skólastarfinu undir leiðsögn kennara og mentora úr atvinnulífi og háskólum.

Verkefnið Ungir frumkvöðlar hefur verið rekið um nokkurra ára skeið en með öflugum bakhjörlum sem nú eru komnir að verkefninu er verið að blása byr í seglin og vonandi að styrkja þetta frábæra verkefni. Búast má við að fleiri skólar munu bætast í hóp þeirra sem hafa nú þegar ákveðið að keyra JA innan sinna veggja, en þeir eru: Fjölbrautaskólinn Ármúla, Verslunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn vid Sund, Menntaskólinn í Kópavogi, Framhaldsskólinn i Vestmannaeyjum og Menntaskólinn vid Hamrahlíð.

JA eru nær 100 ára gömul samtök sem eiga rætur sínar í Bandaríkjunum en eru nú starfrækt í rúmlega 120 löndum víðsvegar um heiminn.

Siguvegarar í hverju Evrópulandi fyrir taka svo þátt í lokakeppni á hverju ári. Þess ber að geta að árið 2014 bar íslenskt verkefni, E-14-Magma, sigur úr býtum í Evrópu.

Viðskiptahraðlarnir – Háskólastig og atvinnulíf

Flestir þeir sem koma nálægt nýsköpun á Íslandi þekkja til viðskiptahraðlanna Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Ég hef talað um þá fyrri færslum og læt þær duga. Arion banki er eigandi beggja hraðla.

Nauðsynlegur stuðningur

Hvert umhverfi þarfnast virkra stuðningsaðila og bakhjarla. Frumkvöðlaumhverfi víða um heim eru almennt gædd þeim eiginleikum að enginn einn getur eignað sér þau. Þannig virkar þetta einfaldlega ekki. Það þarf marga til að leggja hönd á plóginn og saman gata ríkisvaldið, fyrirtæki, fjárfestar, háskólar og frumkvöðlar gert það að verkum að ein sterk heild myndist sem vinnu með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Miðað við þróun síðustu missera þykir mér ljóst að stuðningur á Íslandi við frumkvöðla er sífellt að verða betri og betri. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er svo prýðileg umgjörð til að vinna með. Vonandi stefnir ríkið ekki á að verða of umfangsmikið sjálft en nýtir fremur þá vinnu og krafta sem til staðar eru í samfélaginu. Við erum a.m.k. á góðri leið með býsna margt sem tengist nýsköpun og frumkvöðlum.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s