Ábendingar um aðgerðaáætlun

Ríkisstjórnin hefur sett fram aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja og hefur gefið almenning frest til 11. desember 2015 að koma með ábendingar um hvað megi fara betur.  Hér eru mínar athugasemdir sem ég hyggst senda inn til ráðuneytis. Tek gjarnan við ábendingum til að meitla skjalið.

 

Reykjavík, 11. desember 2015

Ábendingar um Aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja

Í heildina má segja um þessa aðgerðaáætlun að hún sé komin til af góðum vilja og er á margan hátt áhugaverð, en til þess að vera raunveruleg hjálp og aðstoð við frumkvöðlaumhverfið að þá er hún of dreifð í kröftum og áhersla á mikla aðkomu hins opinbera í umhverfinu virkar nokkuð umfangsmikil.

Hið opinbera mun trauðla ýta við einstaklingum eða fyrirtækum með ráðstefnuhaldi, samantektum eða hvatningu til starfandi fyrirtækja.

Hér á eftir koma athugasemdir við einstaka liði auk tillagna, sem rætt hefur verið um í opinberu samhengi en hafa einhvern veginn ekki ratað í þessi drög. Ef ekki eru gerðar athugasemdir við einhvern lið er það til marks um a.m.k. prýðilega framsetningu ráðuneytisins á útfærslu að mati undirritaðs.

 • Liður 1.2 Umgjörð og tækifæri hópfjármögnunar skoðuð

Í þessu samhengi er mikilvægast að horfa á „Equity crowdfunding“.

Síður eins og Kickstarter, Indiegogo og Karolina Fund eiga það sameiginlegt að vera styrkur eða fyrirframgreiðsla á vöru eða þjónustu (e. reward based crowdfunding). Slíkt fyrirkomulag hentar t.d. listafólki vel eða þeim fyrirtækjum sem framleiða tiltekna vöru.

Þegar kemur að hlutafé eru lög og reglur of stirðar. Auðvelda þarf einstaklingum að leggja fyrirtæki til fjármagn og eignast þannig hlut í fyrirtækinu. Lög um einkahlutafélag leyfa slíkt fyrirkomulag í dag en framkvæmdin er bæði of kostnaðarsöm og stirðbusaleg fyrir þá sem vilja taka þátt. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að koma slíku fyrirkomulagi á (Brum var eitt þeirra fyrirtækja), en skipulag og lítill hvati fyrir fjárfesta til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum varð til þess að ekkert var úr hugmyndinni.

Þrennt skiptir máli í þessu samhengi:

 • Hópfjármögnun þarf að fá að vaxa og dafna á eigin verðleikum
 • Gagnsæi og traust þarf að vera til staðar
 • Allir eiga að geta fjárfest (ekki bara fagfjárfestar líkt og í USA)

Yfirlit um framgang laga um Crowdfunding í Bretlandi frá FCA

Gagnrýni frumkvöðla og fjármögnunaraðila á lög í Bretlandi

Yfirlit yfir helstu þætti í reglugerð um Crowdfunding í Frakklandi, sem er nokkuð framsækin

 • Liður 1.4 – Stefnt er að því að NSA leggi áherslu á fjárfestingu í sjóðum

Þetta markmið er skiljanlegt á pappír eða í orði. En hvað gerist ef fagfjárfestar eru ekki tilbúnir að leggja sitt fjármagn í slíka sjóði? Þarf þá NSA að stofna nýjan sjóð sjálfur þar sem fjármagnið er eyrnamerkt. Verður þetta til þess að starfsemi NSA minnkar?

Starfsemi NSA er mikilvæg og hefur hingað til verið kjarninn í fjárfestingum í frumkvöðlafyrirtækjum. Sem betur fer hefur fjöldi sjóða aukist á árinu 2015 og vonandi verður enn meiri aukning á næstu árum.

Með öðrum orðum, þetta markmið er ekki endilega gott.

Niðurstaða: Betri útfærsla væri einfaldlega að auka framlög til NSA og að sjóðurinn hafi heimildir til að fjárfesta í öðrum sjóðum en ekki skilyrða fjármunina við það.

 1. Opinber þjónusta til stuðnings við frumkvöðlastarf og nýsköpun verður bætt

Þessi kafli er settur fram af góðum vilja og í góðri trú en hefur þann blæ á sér að geta orðið orðin ein en ekki raunveruleg viðbót við það sem fyrir er í dag. Spyrja þarf hvert hlutverk hins opinbera eigi að vera.

Í mínum huga eru 3.1 – 3.3 eitthvað sem er nú þegar til staðar. Sannarlega má alltaf gera betur, en þessar útfærslur munu ekki gera líf frumkvöðla og sprotafyrirtækja betri. Þær eru frekar atvinnuskapandi fyrir þá opinberu starfsmenn sem starfa í stoðkerfinu.

3.4 er einfaldlega skrýtið markmið og á ekki heima í aðgerðaáætlun hins opinbera. Ef fyrirtæki sjá ekki þörfina á eigin forsendum að endurbæta ferla, skapa nýjar tekjur og virði að þá mun hið opinbera alls ekki geta ýtt við þeim fyrirtækjum. Markmið hins opinbera á að vera að flækjast ekki fyrir.

Niðurstaða: Endurhugsa kafla eða eyða á grundvelli þess að hann skapar takmarkað virði fyrir íslensk frumkvöðlafyrirtæki.

 1. Alþjóðleg sókn og samstarf á sviði frumkvöðlastarfs og nýsköpunar verði eflt

Þessi kafli er settur fram af góðum vilja en hér skiptir útfærslan öllu máli. Hvað liði 4.1 og 4.2 varðar að þá er augljós staðsetning svona verkefnis hjá þeim sem best þekkja til, Klak Innovit. Án stefnumótunar hins opinbera hefur Klak Innovit staðið fyrir nákvæmlega þessu, a.m.k. að hluta. Sannarlega er hægt að styrkja slíkt starf með formsetningu og fjármagni í þennan lið, en tengslanet  og trúverðugleiki framkvæmdar hefur allt að segja hvort þessir liðir munu verða raunveruleg hjálp fyrir frumkvöðlaumhverfið. Markaðsþjálfun fyrir sprotafyrirtæki í vexti er annars eitthvað sem ríkið á ekki að sinna. Internetið og jafningar (peers) búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu um málefnið og frumkvöðlar kunna að sækja sér bestu þekkingu á þessum málefnum.

Liður 4.3.  – Rannís og NMI sinna þessum hluta í dag. Hér þarf ekki aukna fjármuni, einungis forgangsraða og breyta/bæta vinnulag.

Niðurstaða: Gera samstarfssamning á grundvelli 4.1 – 4.2 við Klak Innovit um þeirra áframhaldandi starf í þágu frumkvöðla sem eru í alþjóðlegri sókn.

 1. Greiningar og rannsóknir á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi verða efldar

Þessi kafli er drifinn af sýn hins opinbera á frumkvöðlaumhverfið en endurspeglar mögulega ekki sýn frumkvöðlaumhverfisins á hið opinbera.

5.2. er ágætis hugmynd og hægt er að fá 1-3 einstaklinga til að vinna þetta á 3-4 vikum. Fínt að klára sem fyrst.  Þetta yfirlit er til í kolli margra sem vinna í frumkvöðlaumhverfinu.

5.1. og 5.3. munu skila takmörkuðum árangri. Þeir sem ekki átta sig á því nú þegar hvernig á að hagnýta internetið munu ekki gera það vegna skýrslu sem hið opinbera skilar og mögulega einhverjum átaksverkefnum sem koma í kjölfarið.

Í þennan kafla vantar hins vegar upplýsingar og mælikvarða sem hið opinbera getur safnað til að sýna fram á árangur nýsköpunarstarfs. Flest vestræn samfélög eiga í vanda með að mæla þetta og einungis af þeirri ástæðu má líklegt telja að íslensk yfirvöld munu eiga í sambærilegum vandræðum. Hér skiptir máli að nota einfalda parametra eins og fjárfestingar, sköpuð störf, skatttekjur. Opnun gagnagrunna á vegum hins opinbera myndu jafnframt opna á að einhverji kynnu að gera sér mat úr slíkum gögnum og þróa mælikvarða sjálf, jafnvel í samstarfi við ráðuneyti.

Niðurstaða: Hið opinbera getur ekki gert allt og á alls ekki að fara í verkefni sem skila takmörkuðu virði fyrir frumkvöðlaumhverfið.

 1. Stuðlað verði að öflugra frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélag á Íslandi

Á árinu 2015 er öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélag á íslandi. Það getur þó alltaf orðið betra. Sannarlega. En ríkið þarf að þekkja sín takmörk. Frumkvöðlastarf verður ekki til út af hinu opinbera.

Hvað 6.1 varðar er lykilspurningin: Hvernig ætlar hið opinbera að virkja uppsprettur hugmynda og auka þverfaglegri nálgun við nýsköpun og tækniþróun? Í dag eru starfandi nokkrir samstarfsvettvangar (e. co-working spaces), tveir viðskiptahraðlar og sá þriðji á leiðinni þar sem áherslan er einmitt lögð á þverfaglega nýsköpun. Hverju ætlar hið opinbera að bæta við sem skiptir frumkvöðlaumhverfið og raunverulega virðisaukningu máli?

Niðurstaða: 6.1 er ekki hlutverk hins opinbera

Hvað 6.2 varðar er þetta gert nú þegar á íslenskum markaði. NMI stendur fyrir nokkrum viðburðum, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík hampa fyrirtækjum sem taka þátt í þeim verkefnum, Viðskiptablaðið velur frumkvöðul og frumkvöðlafyrirtæki ársins og svo mætti áfram telja. Ein ráðstefna á vegum hins opinbera bætir takmörkuðu virði við.

Niðurstaða: 6.2 er ekki hlutverk hins opinbera. Nýta núverandi viðburði og búa mögulega til verðlaun sem ráðuneytið kýs að gera og bæta því við núverandi dagskrá.

 1. Tækniyfirfærsluskrifstofa fyrir Ísland…

Slíkar skrifstofur eru til staðar í nær öllum háskólu í BNA og mörgum í Evrópu. Svona tilraun er ágæt en vanda þarf til verka.

Niðurstaða: Fín hugmynd sem tilraunaverkefni sem á  möguleika ef vel er að staðið.

7.2 – Nýsköpunarsamkeppni um framúrskarandi lausnir innan velferðarþjónustunnar.

Niðurstaða: Fínt framtak, en gæta þarf að framkvæmd og horfa þá gjarnan til þess hvernig sambærilegir viðskiptahraðlar eru skilgreindir og framkvæmdir. Ríkið er almennt sísti aðilinn til að meta samband framboðs og eftirspurnar á markaði.

Viðbætur

Ég sakna þriggja hugmynda sem hafa verið tíðræddar í almennri umræðu

 • Númer 1. Skattaafsláttur fyrir erlenda sérfræðinga sem koma tímabundið til Íslands að vinna

Markmiðið er að gefa íslenskum fyrirtækjum aðgang að sérfræðiþekkingu sem ekki er til staðar á landinu. Þetta skiptir miklu máli í samfélagi sem er lítið og hefur takmarkaða burði að keppa í launum (með krónu innan hafta). Á Norðurlöndunum er þetta afar þekkt fyrirbæri og í Svíþjóð fá „sérfræðingar“ fyrstu 25% af launum sínum skattfrjáls í allt að 5 ár. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft er nauðsynlegt að einhverjir hvatar séu til staðar fyrir erlent vinnuafl að búa til og skilja eftir sig þekkingu á landinu.

Hér að neðan er samanburður á því hvernig Norðulöndin haga þessum málum hjá sér

Svíþjóð

Foreign key personnel – executives, experts, researchers, and others – may qualify for special tax relief when working in Sweden.

The main feature of Sweden’s tax relief legislation will provide a 25 % reduction of taxable income of a foreign key person. This means that your income tax, as a foreign key individual, will be based on only 75 % of your income.

You or your employer must submit application for tax relief within three months of the start of your employment. If you are granted the tax relief, you are not expected to reside in Sweden for more than five years.

More information can be found at Forskarskattenämnden’s webpage. 

Danmörk

Instead of the regular income tax, it is possible for experts or researchers, for the first three years of employment, to be taxed at a flat rate of 25%

More information on TaxDenmark

Noregur

Fyrstu 10% skattfrjáls

Finnland

A temporary expatriate regime applies for employment commencing in or before 2015 under which qualifying specialists and executives may apply for a flat rate of income tax of 35% to apply to income from duties carried out in Finland, instead of the ordinary progressive tax rates, and to become exempt from the health insurance premium.

 

 • Númer 2. Skattalegir hvatar fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum

Þetta atriði hefur lengi verið í umræðunni og beðið hefur verið eftir frumvarpi þessa efnis. Í dag geta sprotafyrirtæki fengið afslátt af þróunarvinnu og er þetta mikilvægt fyrir fyrirtæki sem eru að þróa vöru eða þjónustu. Það sem upp á hefur vantað er hvati fyrir einstaklinga, fyrirtæki, fjárfesta og fagfjárfesta að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Einfaldasta leiðin til þess er að bjóða þessum aðilum skattaafslátt til að auka þá virkni.

Því er treyst að lög eða reglugerðir séu í vinnslu um málið og hafi verið útfærð á skynsamlegan máta til hagsmuna fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi.

 • Númer 3. Skattlagning kauprétta og breytanleg skuldabréf sem fjármögnunarleið

Kaupréttir eru ein þekktasta leið stofnenda til að laða til sín hæft vinnuafl. Eins og umhverfið á Íslandi er nú, að þá er þessi réttur einstaklinga skattlagður þegar hann er nýttur en ekki þegar viðkomandi aðili hefur sýnilega komið sér út úr gjörningnum / fjárfestingunni. Fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til að breyta núverandi reglum og því kemur á óvart að þetta atriði sé ekki í drögum að aðgerðaáætlun fyrir frumkvöðlaumhverfið.

Hið sama gildur um hvata til að nýta breytanleg skuldabréf sem fjármögnunarleið fyrir frumkvöðlafyrirtæki.

 

Ég vona að ábendingum mínum verði vel tekið.

Virðingarfyllst,

______________________________

Einar Gunnar Guðmundsson

 

 

 

 

2 thoughts on “Ábendingar um aðgerðaáætlun

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s